á endalausu ferðalagi...
mánudagur, júlí 12, 2004
Upp er runninn mánudagur ...

Og enn ein helgin liðin. Að vanda var hver klukkutími vel nýttur. Við kíktum á Selfoss á hann Gilla og svo var farið í Laugarásin. Ég man nú ekki eftir að hafa séð jafn marga á tjaldsvæðinu þar eins og á laugardaginn. Kannski að ég hafi bara ekkert pælt í því fyrr. Eftir kaffi og kökur á Öspini var brunað aftur á Selfoss til Berglindar og Binna til að fá sér kvöldmat. Við fengum mjög góðan kjúklingarétt og rabbabarapæ. Eftir þessa dýrindis máltíð var stefnan tekin á Reykjavík með viðkomu á Stokkseyri. Þar hittum við næstu stórfölskylduna í húsbílaferðalagi. Þar sátum við og spjölluðum í einhvern tíma og svo var það bara nýji svefnsofinn í Grafarvognum sem beið eftir okkur.
Í gær var svo kíkt í kaffi í Breiðholtið til Dönu og Gústa, þar skoðuðum við slottið þeirra. Þetta er barasta fínasta íbúð og þau búin að koma sér vel fyrir.
Eftir kvöldmat var farið í Skerjó og matarboðið á miðvikudagskvöld skibulagt. Það er útlit fyrir mikla veislu og góðan félagskap. Er bara farin að hlakka til.
Þar til næst!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.